Vestanpósturinn 2023 kominn út!

Það er okkur hjá Ísfirðingafélaginu mikill heiður að kynna nýjasta Vestanpóstinn sem kom út nú fyrir Páskana. Einstaklega glæsilegt blað, hlaðið af skemmtilegu og spennandi efni tengt heimahögunum okkar fallegu.
Meðal efnis er viðtal við hina ungu og mjög svo efnilegu tónlistarkonu, Árný Margréti Sævarsdóttur. Kíkt á hvað Bergrós Kjartansdóttir er með á prjónunum. Viðtal við Kristrúnu Höllu og Gísla Má, sem fluttu vestur, því þau telja Ísafjörð vera best geymda leyndarmál Íslands. Halldóra Björk Norðdahl er tekin tali, en hún er einkar dugleg við að hjóla um Vestfirði. Kíkt á Tónlistarskóla Ísafjarðar, spáð í Góustaðaættina, farið í gönguferð með árgangi 69, og mannlífið á Ísafirði skoðað með augum Bjarndísar Friðriksdóttur. Rúsínan í pylsuendandum er svo hin frábæra ræða sem Steinþór (Dúi) Friðriksson (Bróðir Bjarndísar) hélt á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Gamla Bíó í janúar síðastliðnum og nokkrar vel valdar myndir birtar frá því frábæra kvöldi.
Vestanpósturinn er sendur heim til allra sem eru skráðir félagsmenn í Ísfirðingafélagið. Hann er einnig seldur í lausasölu í Hamraborg á Ísafirði.

Rúnar Örn, formaður Ísfirðingafélagsins

Þakklæti er orðið sem er efst í huga formanns Ísfirðingafélagsins eftir vel heppnað Sólarkaffi í Gamla Bíói í gær. Skemmtun sem þessa er aldrei hægt að halda nema með hjálp góðra aðila og ætla ég að leyfa mér að nefna nokkra hér og færa viðkomandi dýpstu þakkir.

Þakkir fær starfsfólk og kokkar Gamla Bíós fyrir frábæra þjónustu, viðmót og ákaflega góðan mat.

Þakkir fá Jóhanna og Maggý sem bökuðu fyrir veislugesti þessar gómsætu pönnukökur sem við fengum í eftirrétt.

Þakkir fá allir þeir fjölmörgu aðilar, og fyrirtæki, sem af miklum rausnarskap gáfu Ísfirðingafélaginu vinninga í happdrætti kvöldsins.

Þakkir fær hin einstaka Dýrfinna Torfadóttir sem gaf félaginu viðurkenningagripinn sem heiðursgestir kvöldsins fengu afhentan. Eintaklega fallegur gripur og er þetta einungis eitt af fjöldamörgum skiptum sem perlan hún Dídí hefur gefið félaginu vinnu sína og fallega gripi í gegnum árin.

Þakkir fá Guðmundur Friðrik Jóhannsson, fráfarandi formaður, og kona hans Dagný Rósa Pétursdóttir, sem veittu okkur í stjórninni þann heiður að vera heiðursgestir Sólarkaffisins í ár. Enn fremur fá þau bæði aftur og enn einstakar þakkir fyrir fórnfúst starf sitt í þágu félagsins til fjölda margra ára.

Þakkir fá perlurnar Eva og Margrét, sem voru starfsmenn Ísfirðingafélagsins þetta kvöld. Þær gengu bókstaflega í öll störf og gerðu það frábærlega. Þær seldu meðal annars gestum happdrættismiða og stóðu svo vaktina við dyrnar þegar ballið byrjaði og seldu þar aðgöngumiða. Takk takk stelpur.

Þakkir fá vaskir veislustjórar kvöldsins, Kristján Freyr og Bragi Valdimar, sem sáu um að allt gengi vel í veislunni, fóru með gamanmál og brustu meira að segja í söng í hita leiksins. Flottir Hnífsdælingar!

Þakkir fá þessar tvær frábæru vinkonur og söngkonur sem stigu á svið í gær og sungu við mikinn fögnuð fyrir gesti Gamla Bíós. Svava Rún og Kristbjörg Ásta. Þess má geta að afrek þeirra er stærra en margir halda, því þær stigu inn örstuttu áður en Sólarkaffið hófst vegna forfalla og stóðu sig óaðfinnanlega!

Þakkir fær öðlingurinn hann Dúi (Steinþór Friðriksson) sem hélt ekkert minna en frábæra ræðu fyrir gesti Sólarkaffis í ár og sagði einstaklega skemmtilegar púka og bíósögur. Ekki skemmdi fyrir að eftir ræðuna sýndi hann gestum litla stuttmynd sem hann gerði, með hjálp Gróu sinnar, sérstaklega fyrir gesti Gamla Bíós þetta kvöld.

Hjartans þakkir fær stjarna kvöldsins ,að öðrum ólöstuðum. Snillingurinn Halldór Smárason var hreinlega allt í öllu, spilaði þægilega tónlist fyrir matargesti, sá um undirleik með flestum skemmtiatriðum kvöldsins og steig svo á svið með hljómsveitinni sinni og kláraði ballið með glæsibrag.

Þakkir fær hljómsveitin frábæra: Húsið á sléttunni. Hún er löngu orðin húshljómsveit Ísfirðingafélagsins, enda hafa þessir strákar leikið fyrir dansi á Sólarkaffi mörg síðustu ár. Áðurnefndur Halldór Smárason, Birgir og Valdimar Olgeirssynir og Kristinn Gauti – þið eruð bestir!

Þakkir fá stjórnarmeðlimir Ísfirðingafélagsins sem lagt hafa mikla vinnu á sig undanfarnar vikur og mánuði við skipulagningu þessa kvölds. Agnes Ósk, Baldur Þorleifur, Kristín Ósk, Stefanía Ólöf, Sigurða, Sigurður G. og Sunna Karen. Það eru hrein forréttindi að fá að vinna með ykkur!

Og síðast en ekki síst fá Sólarkaffigestir kvöldsins, 220 talsins, sem fylltu Gamla Bíó, og gerðu þetta kvöld ógleymanlegt hjartans þakkir. Takk fyrir að njóta kvöldsins með okkur og skemmta ykkur svo fallega. Sömuleiðis þeir gestir sem ekki komust í matinn en mættu á ballið og tjúttuðu með okkur fram á nótt.

Allir aðrir sem ekki hafa verið taldir upp hér að ofan fá sömuleiðis bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. Án ykkar allra væri ekkert Sólarkaffi!
með sólarkveðju
>Rúnar Örn, formaður Ísfirðingafélagsins

Jólakveðja

Stjórn Ísfirðingafélagsins óskar félagsmönnum, Vestfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða.
Með kveðjunni í ár er tónlistarmyndband frá nýjum stjórnarmönnum í Ísfirðingafélaginu þeim Sunnu Karen Einarsdóttur, Kristínu Ósk Sigurjónsdóttur og Agnesi Ósk Marzellíusardóttur sem flytja lagið „Það snjóar“ en Hnífsdælingurinn Bragi Valdimar Skúlason samdi textann: „Nú held ég heim á ný“ sem er líklega ríkt í mörgum Ísfirðingum að leita heim í faðm fjalla blárra þegar jólin nálgast. Myndbandið gerði Birgir Örn Breiðfjörð.
Í stjórn félagsins gekk einnig Stefanía Ólöf Reynisdóttir og eru nýir stjórnarmenn boðnir hjartanlega velkomnir. Það er sérstök ánægja hvað meðalaldur stjórnarmanna lækkaði með tilkomu þessara ungu kvenna í stjórnina og mun vonandi hafa sýnileg áhrif á starfsemi félagsins.
Dagný Björk Pjetursdóttir gaf ekki kost á sér áfram í stjórn. Henni eru þökkuð einstaklega góð störf fyrir félagið og nýrri stjórn óskað velfarnaðar.
Njótið myndbandsins og sjáumst hress á nýju ári.

 

 

 

 

 

Air Iceland Connect býður gestum Sólarkaffisins að venju sérkjör á flugi frá Ísafirði.

Afsláttar kóðinn er kominn inn.  SOLARKAFFI

Ferðatímabil er 23.01.2020 – 27.01.2020. bókunartímabilið strax til 21.01.2020
20% afsláttur á léttum og klassískum fargjöldum.

Grand Hótel býður gistingu í tengslum við Sólarkaffið

Tilboð á Grand Hótel, einstaklingsherbergi á 19.900 og tveggja manna á 21.900 með morgunverði.

Sólarkaffi 2018

Sólarkaffi 2018

Viðburður sem enginn með fullu viti vill missa af Grand Hótel - 26. janúar 2018 Glæsilegur matseðill, Bjarni Ara mun gleðja okkur með söng. Ræðumaður kvöldsins; Kolla Sverris verður ekki í vandræðum með að segja okkur skemmtilegar sögur frá æskuárunum í Vallarborg....

LEYNDARMÁL með GRAFÍK

LEYNDARMÁL með GRAFÍK

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar "Leyndarmál" með hljómsveitinni Grafik verða haldnir stórtónleikar í Bæjarbíó, Hafnarfirði 30. nóvember n.k. og á Græna Hattinum, Akureyri 1. des. Þessi goðsagnakennda hljómsveit starfaði við miklar vinsældir og...

Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins 2017 – knattspyrnusaga ísfirðinga

Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins 2017 – knattspyrnusaga ísfirðinga

Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins var haldið um síðustu helgi í húsnæði Wurth á Íslandi við Norðlingabraut. Þemað í ár var „Knattspyrnusaga Ísfirðinga“ sem nokkrir forsprakkar Púkamótsins réðust í að gefa út. Bókin kom út í júní s.l. og er til sölu hjá Haraldi...

Chopin og Bach “í mesta bróðerni”

Chopin og Bach “í mesta bróðerni”

Fimmtudagskvöldið 26. október kl. 19:30 verða tónleikar í ítónleikasal Tónlistarskóla Garðabæjar vð Kirkjulund 11 þar sem boðið er upp á óvenjulega dagskrá. Það eru þrír ungir tónlistarmenn, bræður frá Ísafirði en af pólskum uppruna, Maksymilian, Mikolaj og Nikodem...

Fótbolti – hver elskar ekki fótbolta? – Sunnudaginn 22 október 2017

Fótbolti – hver elskar ekki fótbolta? – Sunnudaginn 22 október 2017

Fótboltaskemmtun í húsnæði Würth á Íslandi, Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík frá klukkan 14 - 16 þann 22 október n.k. - allir að mæta! Ísfirðingafélagið og Púkarnir halda áfram með fótboltaveisluna í framhaldi af frábæru gengi íslenska landliðsins í fótbolta. Í sumar...

Vestanpósturinn 2017 kominn út

Vestanpósturinn 2017 kominn út

Vestanpósturinn er kominn út. Blaðið í ár er helgað afmælishátíð Ísafjarðarbæjar sl. sumar og gerir hátíðinni góð skil. Fjöldi skemmtilegra og áhugaverðra greina er í blaðinu. Heimir Már Pétursson rifjar upp minningar um bæinn sem hefur allt sem prýða má eina borg og...

Stjórn Ísfirðingafélagsins þakkar eftirtöldum, sem lögðu til vinninga í glæsilegt happdrætti á Sólarkaffi félagsins

26. janúar 2018, kærlega fyrir velvild í garð félagsins

Tjöruhúsið í Neðstakaupstað , Kaffihúsið, Húsið á Ísafirði , Messinn Granda, Vesturferðir, Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta eftir Jón Yngva Jóhannsson bókmenntafræðing., Gamla bakaríið Ísafirði, Knattspyrnusaga Ísafjarðar, skráð af Sigurði Péturssyni
Samsung – Ormsson ehf, Wurth á Íslandi, Íslandsbankinn á Ísafirði, Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður, Sara Vilbergsdóttir listamaður
Grand Hótel Reykjavík, Hótel Ísafjörður, Sóltún gisting Ísafirði, Air Iceland Connect

Stjórn félagsins 2022:

Formaður: Rúnar Örn Rafnsson – runarrafns@simnet.is
s. 771-5600
Aðrir stjórnarmenn:
Stefanía Ólöf Reynisdóttir – gjaldkeri
Agnes Ósk Marzellíusardóttir
Baldur Þorleifur Sigurlaugsson
Kristín Ósk Sigurjónsdóttir
Sunna Karen Einarsdóttir

Varamenn stjórnar:
Sigurða Sigurðardóttir
Sigurður G. Sigurðsson
Vefstjóri:
Sigurður G. Sigurðsson – siggi@kaliber.is
Ritstjóri Vestanpóstsins:
Sigríður Inga Sigurðardóttir – siggainga@gmail.com

Skráðu þig á póstlistann

1 + 4 =

Ísfirðingafélagið / Breiðuvík 16, 112 Reykjavík / Kennitala: 5301891129

Pin It on Pinterest