Skilmálar fyrir miðasölu

Skilmálar isfirdingar.is – miðasala
Ísfirðingafélagið / Breiðuvík 16, 112 Reykjavík / Kennitala: 5301891129

 

Nafn: Ísfirðingafélagið
Heimilisfang: Breiðuvík 16, 112 Reykjavík
Símanúmer og netfang: 771-5600 / runarrafns@gmail.com
Kennitala: 5301891129


Almennt
isfirdingar.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra upplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Ekki er heimilt að áframselja miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandenda viðburðar, þá áskilur Ísfirðingafélagið sér rétt til að ógilda miðann með öllu.

Afhending vöru
Miðar eru afhentir rafrænt á uppgefið netfang.

Að skipta og skila vöru/miða
Viljir þú falla frá kaupum á miða innan 7 daga frá kaupunum skaltu senda tilkynningu í pósti á runarrafns@gmail.com með nafni, netfangi, síma og upplýsingum um miðakaup. Þegar skilyrði til endurgreiðslu eru uppfyllt þá eru miðakaupin endurgreidd innan 7 daga, með sama greiðslumiðli og notaður var við upphaflegu kaupin. Miðar fást ekki endurgreiddir samdægurs eða eftir að auglýstur viðburður hefur farið fram.

Greiðsla

Greiðslur í vefverslun isfirdingar.is fara einungis í gegnum greiðslusíðu Straums. Þar er hægt að greiða með Visa, Mastercard og American Express.

Greiðslan fer fram á öruggu vefsvæði sem tryggir að greiðsluupplýsingarnar eru óaðgengilegar óviðkomandi aðilum. Greiðslan er tryggð í gegnum trausta greiðslumiðlun Straums. Allar upplýsingar er varða greiðslukort eru dulkóðaðar með SSL (Secure Socket Layer) og fara þannig beint yfir til Straums, upplýsingarnar eru ekki vistaðar á netþjónum isfirdingar.is.  Ef kort þitt hefur verið misnotað getur þú haft samband við kortafyrirtæki þitt um bakfærslu.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í miðasölunni eru án VSK og ekki VSK skyld.

Trúnaður / persónuverndarstefna
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.


Lög og varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

 

Pin It on Pinterest