Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar „Leyndarmál“ með hljómsveitinni Grafik verða haldnir stórtónleikar í Bæjarbíó, Hafnarfirði 30. nóvember n.k. og á Græna Hattinum, Akureyri 1. des.

Þessi goðsagnakennda hljómsveit starfaði við miklar vinsældir og gott orðspor á níunda áratug síðustu aldar og var hljómplatan „Leyndarmál“ enn ein skraufjöðurin í hatt hennar enda fékk platan feikna góða dóma og einstakar viðtökur og þá sérstaklega lögin Presley og Prinsessan. Upptökur á plötunni hófust í október 1986 eftir mannabreytingar en vinnslu lauk ekki fyrr en í ágúst 1987 og kom platan út 5. nóvember það ár.

Þegar hér var komið við sögu skipuðu hljómsveitina þau Andrea Gylfadóttir söngkona, Baldvin Sigurðsson bassaleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari; Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari. Grafík kom síðast fram með þessari skipan um áramótin 1987-88 á áramótadansleik á Hótel Íslandi þannig að hér er um einstakan viðburð að ræða.

Á tónleikunum mun Egill Örn Rafnsson fylla skarð föður síns sem lést árið 2004.

https://midi.is/tonleikar/1/10250/LEYNDARMAL_med_GRAFIK
LEYNDARMÁL með GRAFÍK / Miði.is

Pin It on Pinterest