Sólarkaffi 2018

Grand Hótel - 26. janúar 2018

Klukkan 19:00

Ætlar þú bara á ballið?

Sumir vilja bara koma á ballið eftir matinn, ræðuna, skemmtiatriðin, happdrættið og allt hitt og þeir eru meira en velkomnir líka!

Húsið opnar fyrir ball klukkan 22:00 og er til 01:00 ca. Þeir sem vilja mæta þá kaupa miða í anddyringu við komu á Grand hótel. Engin þörf er að kaupa miða fyrirfram eða panta. Allir sem mæta komast inn. Sjáumst hress.

Grand Hótel – 26. janúar 2018

MIÐASÖLU Í MATINN HEFUR VERIÐ LOKAÐ

Glæsilegur matseðill, Bjarni Ara mun gleðja okkur með söng. Ræðumaður kvöldsins; Kolla Sverris verður ekki í vandræðum með að segja okkur skemmtilegar sögur frá æskuárunum í Vallarborg. Hljómsveitin „Húsið á sléttunni“ endar síðan kvöldið með stæl eins og undanfarin ár.

Veislustjóri er Rúnar Rafnsson

Happy hour á Grand hótel frá 17 – 19 – Tilvalið fyrir hópa að hittast þar á undan!

Gistiverð á Grand Hotel – Sólarkaffi tilboð:
Eins manns herbergi: 18900 / tveggja manna: 21900
Innifalinn morgunverður.

Athugið að það er takmarkað framboð svo pantið tímalega.

Gestir geta sent beinan póst á johann@grand.is eða hringt í 5148001 og pantað – vitnað í bókunarnúmer 271009.

AIR ICELAND CONNECT býður 30% afslátt af Netverðum og Ferðasætum ef bókað er milli 04.01.2018 og 10.01.2018.

Ferðatímabilið er svo 24.01.2018 til 28.01.2018.
Til þess að virkja tilboðið þarf að slá inn kóðann SOLARKAFFI2018

Hlökkum til að gleðjast með gömlum góðum vinum.

Miðaverð er 9900 kr – Matur, skemmtun og ball

Pin It on Pinterest