Lög félagsins
LÖG ÍSFIRÐINGAFÉLAGSINS 2022
- gr. Félagið heitir Ísfirðingafélagið.
- gr. Tilgangur félagsins er:
- Að viðhalda kynningu milli brottfluttra Ísfirðinga og efla tryggð þeirra við átthagana.
- Að standa fyrir „Sólarkaffi Ísfirðinga” ár hvert og öðru samkomuhaldi.
- Rekstur heimasíðu og netmiðla auk útgáfu félagsritsins „Vestanpóstur”.
- Önnur skyld starfsemi.
- gr. Félagsmenn geta öll orðið, sem fædd eru eða uppalin í Ísafjarðarbæ eða nágrenni hans eða hafa dvalist þar svo lengi að þeir teljast Ísfirðingar, svo og niðjar þeirra og makar.
- gr. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Um árgjöld fer eftir ákvörðun aðalfundar hverju sinni. Hluta tekna félagsins skal árlega varið til að veita styrki til menningar- og listamála í Ísafjarðarbæ.
- gr. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok aprílmánaðar ár hvert og aukafundir þegar stjórnin ákveður eða 10% félagsmanna æskir þess. Fundir skulu boðaðir skriflega eða með auglýsingum á miðlum félagsins með minnst viku fyrirvara og teljast lögmætir ef þeir eru löglega boðaðir. Meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum allra mála. Til lagabreytinga þarf þó 2/3 hluta greiddra atkvæða enda sé þeirra getið í fundarboði.
- gr. Stjórn félagsins skipa 4-7 aðilar, kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Stjórn félagsins er heimilt að skipa starfsnefndir til að annast einstök mál ef henni þykir þurfa. Á aðalfundi skal flutt ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins fyrir liðið reikningsár til samþykktar. Færa skal helstu atriði skýrslunnar og ársreikningsins í fundagerðarbók félagsins.
- gr. Ef félagið hættir störfum skal verja eignum þess til menningarstarfsemi í Ísafjarðarbæ. Eftir nánari ákvörðun síðasta fundar félagsins, sem boðaður skal í þeim tilgangi að ráðstafa eignum þess. Farist það fyrir og starfi félagið ekkert og haldi enga bókaða fundi eða samkomur í þrjú ár samfleytt, er skylda að afhenda eignir þess skógræktarfélagi Ísfirðinga eða sé það undir lok liðið öðru félagi í Ísafjarðarbæ með svipuð verkefni. Bækur félagsins skulu þá einnig afhentar Héraðsbókasafninu í Ísafjarðarbæ til varðveislu.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins þann 31. maí 2022 til endurskoðunar á lögum þess frá 25. mars 1995.
Stofnlög félagsins voru lögð fram á stofnfundi þess þann 22. apríl 1945.