
Stjórn Ísfirðingafélagsins færir einnig öllum þeim sem komu að útgáfu og efni blaðsins á einn eða annan hátt kærar þakkir fyrir þeirra framlag.
Ritstjóri segir um efni blaðsins „Veröld sem var og raunveruleikinn í dag eru viðfangsefni Vestanpóstsins í ár. Sögusviðið er kaupstaður við Skutulsfjörð. Hús liggja á eyri og upp í hlíð. Íbúar sem skapa líf; atvinnu, menningar og lista“
Það er von stjórnar Ísfirðingafélagsins að blaðið veiti félagsmönnum og öllum öðrum lesendum blaðsins ánægju um páskana og næstu vikurnar. Það væri mjög gaman ef þið lesendur góðir tjáið ykkur um blaðið á facebook síðu Ísfirðingafélagsins, alltaf gaman og gagnlegt að fá viðbrögð við blaðinu.
Gleðilega páska,
Stjórn Ísfirðingafélagsins
Þau leiðu mistök urðu í myndatexta á bls. 49 í Vestanpóstinum 2021 að yngri drengurinn á myndinni er ekki Siggi Bóa eins og stendur í sviga heldur Sigurður Jónsson sonur ljósmyndara myndarinnar Jóns Aðalbjörns og Lilju. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.