Ljósmyndasamkeppni Ísfirðingafélagsins er nú lokið. Okkur bárust margar fallegar myndir, eins og við var að búast. Það var mynd frá Hermanni Þór Snorrasyni sem stjórnin valdi á kortin í ár og óskum við honum til hamingju með sigurinn! Hann hlýtur því tvo miða á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins sem haldið verður þann 27. janúar í Reykjavík. Takið kvöldið frá því við hlökkum til að hitta ykkur vonandi öll þar!
Eitthvað er enn til af kortum og henta þau bæði sem jólakort eða tilefniskort. Ef þú vilt kaupa kort getur þú haft samband við okkur í skilaboðum eða  í athugasemd á facebook síðu félagsins

Pin It on Pinterest