Aðalfundur Ísfirðingafélagsins var haldinn þann 31. maí síðastliðinn. Auk hefðbundinnar dagskrár aðalfundar fóru fram breytingar á lögum félagsins sem hafa verið óbreytt frá árinu 1995. Engar stórar breytingar urðu þó á lögunum, að þessu sinni, heldur var að mestu verið að færa þau í nútímalegra horf. Lög Ísfirðingafélagsins fyrr og nú má finna á vefsíðu félagsins www.isfirdingar.is.

Að venju var kosið til stjórnarsetu á aðalfundi og í ár bar það helst til tíðinda að formaður félagsins, Guðmundur Friðrik Jóhannsson, lét af embætti, eftir farsæla formennsku í félaginu. Stjórn Ísfirðingafélagsins vill við þetta tækifæri þakka Guðmundi kærlega það fórnfúsa starf sem hann hefur unnið fyrir hönd félagsins á liðnum árum.

Rúnar Örn Rafnsson var kosinn nýr formaður á aðalfundinum og með honum í stjórn félagsins eru: Agnes Ósk Marzellíusardóttir, Baldur Þorleifur Sigurlaugsson (sem kemur nýr inn í stjórnina), Kristín Ósk Sigurjónsdóttir, Sigurða Sigurðardóttir, Stefanía Ólöf Reynisdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir.

Varamaður stjórnar og vefstjóri var kosinn Sigurður G. Sigurðsson og nýr ritstjóri Vestanpóstsins er Sigríður Inga Sigurðardóttir.

Pin It on Pinterest