Ísfirðingafélagsins óskar þeim stöllum hjartanlega til hamingju með glæsilegt blað og færir þeim kærar þakkir fyrir vel unnið verk. Það er von stjórnar Ísfirðingafélagsins að blaðið veiti félagsmönnum Ísfirðingafélagsins og öllum öðrum lesendum blaðsins ánægju um páskana og næstu vikurnar.
Gleðilega páska,
Stjórn Ísfirðingafélagsins

Blaðið fór í póst föstudaginn fyrir pálmasunnudag en vegna aðstæðna í samfélaginu þá er hægagangur á mörgum vinnustöðum eins og hjá póstinum og höfum við frétt af því að félagsmenn hafa ekki enn fengið sinn Vestanpóst. Í einhverjum tilfellum höfum við heyrt af því að gíróseðlar hafa límst saman í pökkunarferlinu og hafa því einhverjir fengið nokkra gíróseðla með sinni sendingu. Aðeins ein rukkun birtist þó í heimabanka viðkomandi.

EN
við biðjum ykkur kæru félagsmenn sem hafið fengið fleiri en ykkar greiðsluseðil með blaðinu að senda okkur upplýsingar um nafn á aukaseðli.
Við biðjumst velvirðingar á þessu leiðu mistökum og vinnum að því að koma blaðinu í réttar hendur sem fyrst.

Vinsamlegast sendið upplýsingar á:
vestanpostur@gmail.com
Sími: 822-3523

f.h. Ísfirðingafélagsins
Guðmundur Friðrik Jóhannsson

Pin It on Pinterest