Vorboðinn ljúfi er óvenju snemma á ferðinni þetta árið. Ástæðan er söngferðalag Karlakórsins Ernis til Skotlands í byrjun apríl. Kórinn heldur því tónleika í Guðríðarkirkju, mánudaginn 1. apríl, kl 20:00. Á efnisskrá eru bæði gamlar perlur og nýjir slagarar.
Stjórnandi: Beata Joó
Meðleikari: Pétur Ernir Svavarsson
Einsöngvarar: Ómar Sigurðsson og Pétur Ernir Svavarsson
Aðgangseyrir einungis 3.000 kr. (posi á staðnum)
Kringlur og kókoslengjur úr Gamla bakaríinu að tónleikum loknum!