Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins 2021 aflýst.
„Í ljósi ástandsins vegna kórónuveirunnar er ljóst að ekki verður hægt að halda Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins árið 2021 með þeim hætti sem Ísfirðingum er einum lagið. Sólarkaffinu í ár hefur því verið áflýst og verður haldið næst að ári af fullum krafti.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins var fyrst haldið árið 1946 og eftir bestu vitund er þetta í fyrsta skiptið sem því er aflýst.
Stjórn Ísfirðingafélagsins sendir öllum félagsmönnum og velunnurum félagsins bestu kveðjur um betri tíð með von um að sjá sem flesta á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í janúar 2022.
Kveðja
Stjórn Ísfirðingafélagsins

Pin It on Pinterest