-og fer vel af stað!

Miðasalan hófst í morgun og byrjað var að panta miða strax og opnað var fyrir söluna. Það eru einungis 300 miðar í boði í ár og mönnum ráðlagt að vera tímalega á ferðinni því áhuginn er mikill og Sólarkaffið með frábæra dagskrá, góðan mat og langbesta félagsskapinn. Smellið hér til að kaupa miða.

Okkur hjá félaginu þætti vænt um ef þið vilduð deila þessari frétt á Facebook

Athugið einnig að sala á flugi og hótelherbergjum er líka byrjuð.

Grand Hótel býður gistingu í tengslum við Sólarkaffið. Tveggja manna herbergi á 24.900 / eins manns herbergi á 21.900  – innifalinn morgunverður.

Air Iceland Connect býður gestum Sólarkaffisins að venju sérkjör á flugi frá Ísafirði.

Afsláttarkóðinn er SOLARKAFFI19.

Smellið hér til að fara á pöntunarsíðu og bóka flug á sérkjörum.

Verði stuð!

Pin It on Pinterest