Við skólaslit Grunnskólans á Ísafirði 7. júní s.l. veitti Ísfirðingafélagið Guðlaugu Rós Jóhannsdóttur og Rósbjörgu Eddu Rúnarsdóttur viðurkenningu fyrir dugnað, samviskusemi og jákvæðni við skipulag og vinnu að félagsmálum í skólanum.
Til verðlaunanna var stofnað á aðalfundi Ísfirðingafélagsins, 14. janúar 1992 í minningu Hannibals Valdimarssonar, sem m.a. var að góðu kunnur fyrir fórnfús störf að félagsmálum.
Meðfylgjandi er mynd af þeim Guðlaugu Rós og Rósbjörgu Eddu með verðlaunin frá Ísfirðingafélaginu ásamt Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur skólastjóra.
Ísfirðingafélagið óskar Guðlaugu Rós Jóhannsdóttur og Rósbjörgu Eddu Rúnarsdóttur innilega til hamingju með viðurkenninguna og óskar þeim allt hins besta í framtíðinni.

Pin It on Pinterest