Tónlistarskóli og Tónlistarfélag Ísafjarðar fagna í vetur sínu sjötugasta starfsári. Af því tilefni verða haldnir glæsilegir hátíðartónleikar í Langholtskirkju 24. mars. Heiðursgestur tónleikanna er Eliza Reid, forsetafrú Íslands.

Á tónleikana fáum við frábæra gesti og ber þar fyrst að nefna ungverska kammersveit skipuð glæsilegum einleikurum sem eiga það sameiginlegt að kenna við Tónlistarháskólann í Szeged, heimaborg Beötu Joó píanókennara við TÍ og kórstjóra Hátíðarkórs Tónlistarskóla Ísafjarðar sem gegnir stóru hlutverki á tónleikunum.
Einsöngvarar eru fyrrum og núverandi nemendur skólans auk kennara. Ferenc Szecsödi fiðluleikari og stjórnandi kammersveitarinnar útsetti tónlistina sérstaklega fyrir þessa tónleika. Á dagskrá eru fjölbreytt, létt og skemmtileg verk, meðal annars eftir Strauss, Brahms, Bernstein, Lèhar, Kalman, A.L.Webber og fleiri og má með sanni segja að tónlistin sé við allra hæfi.

Þau sem fram koma eru:
Ungversk kammersveit, en hana skipa:
Ferenc Szecsödi, fiðluleikari
Zoltan Benedekti, fiðluleikari
Péter Tóth, slagverksleikari og rektor Tónlistarháskólans í Szeged
Laura Varga, flautuleikari
Livia Vizsolyí, fagottleikari
János Maczák, klarinettuleikari
Zoltan Kalmar, básúnuleikari
István Benedekti píanisti

Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar undir stjórn Beata Joó. Kórinn skipa söngvarar af norðanverðum Vestfjörðum

Einsöngvarar:
Aron Ottó Jóhannsson, söngnemi við Tónlistarháskólann í Szeged
Herdís Anna Jónasdóttir, óperusöngkona
Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri og söngkona
Melkorka Ýr Magnúsdóttir, söngnemi við Söngskóla Sigurðar Demetz
Pétur Ernir Svavarsson, nemi við Tónlistarskóla Ísafjarðar
Sigríður Salvarsdóttir, söngnemi við Listaháskóla Íslands
Sigrún Pálmadóttir, óperusöngkona og söngkennari
Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leik- og söngkona

Pin It on Pinterest