Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins 2019 heppnaðist einstaklega vel og gestir skemmtu sér mjög vel. Veislustjóri var Hjördís Hjartardóttir og tókst henni vel til, ræðumaður var Halldór Jónsson og fór hann hreinlega á kostum svo gestir veltust um af hlátri. Guðrún Gunnars söng og skemmti gestum við góðar undirtektir. Vestfirska lambalærið bragðaðist einstaklega vel og að sjálfsögðu voru pönnukökur með sultu og rjóma í eftirrétt. Það var mjög góð þátttaka í mat og skemmtun kvöldsins og margir bættust við á ballið þar sem hljómsveitin Húsið á sléttunni lék fyrir dansi. Stjórn Ísfirðingafélagsins þakkar þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og að vera svona yndislegt fólk. Jafnframt þakkar stjórn Ísfirðingafélagsins þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu félagið með glæsilegum vinningum í happdrætti kvöldsins. Sjáumst hress á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins að ári. Geir Harðarson tók þessar frábæru myndir.

Pin It on Pinterest