Miðasalan á Sólarkaffi 2019 gengur ágætlega í ár og stefnir í góða mætingu og skemmtilegt fólk. Miðasalan heldur áfram í 5 daga í viðbót en henni lýkur á miðvikudaginn 23. janúar klukkan 18:00 svo ekki geyma að kaupa miða því þeir fara hratt þessa dagana. Smellið hér til að kaupa miða – svo er líka hægt að hringja í síma 771 5600 ( Rúnar ) – verð er það sama og í fyrra 9.900 kr á skemmtunina alla og 3000 bara á ballið ( selt við innganginn). Allir að mæta, þetta verður sögulegt!