Loksins fengu börnin að hitta Leppalúða. Flott samstarf Ísfirðingafélagsins og Kómedíuleikhússins, jólaleikritið Leppalúði þar sem börn og fullorðnir fengu loksins að kynnast Leppalúða. Eins og myndirnar sýna þá fór mjög vel á með Leppalúða og börnunum og hann virðist bara vera skrýtinn og skemmtilegur karl.
Ísfirðingafélagið þakkar Kómedíuleikhúsinu kærlega fyrir sýninguna og vonast eftir áframhaldandi og góðu samstarfi.

Pin It on Pinterest