Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins 2017 heppnaðist einstaklega vel og gestir skemmtu sér mjög vel. Muggi hafnarstjóri Ísafjarðarhafna var ræðumaður kvöldsins og fór hreinlega á kostum sem Bolvíkingur og Ísfirðingur svo gestir veltust um af hlátri. Mugison, sonur Mugga spilaði og söng nokkur af sínum frábæru lögum við góðar undirtektir gesta.
Vestfirska lambalærið bragðaðist einstaklega vel og féll sú nýbreytni að bjóða upp á kvöldverð mjög vel í kramið hjá veislugestum. Það var uppselt í mat og skemmtun kvöldsins og svo bættust margir við á ballið.
Þetta var einstaklega skemmtilegt kvöld og stjórn Ísfirðingafélagsins þakkar þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og að vera svona yndislegt fólk. Jafnframt þakkar stjórn Ísfirðingafélagsins: Craftsport, Flugfélagi Íslands, Hamraborg, Hótel Ísafirði, Húsinu og Tjöruhúsinu fyrir vinninga í happdrætti kvöldsins. Stjórnin þakkar líka þeim Dídí Torfa og Kidda Einars fyrir þeirra framlag til kvöldsins, heiðursplatta og blóm. Sjáumst hress á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins að ári.