Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins 2019

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins 2019

– verður haldið á Grand hótel föstudaginn 25. janúar 2019

Í ár ætlar Önfirðingafélagið að slást í för með okkur og mæta á Sólarkaffið þannig að þetta verður enn skemmtilegra enda Önfirðingar annálað gleðifólk!

Fulltrúar frá árgangi 1959 ætla að hefja sextugasta aldursárið sitt með trompi og troða upp á Sólarkaffinu.

Happy hour frá klukkan 17:00 – 19:00 – opnað inn í sal 19:30

Veislustjóri: Hjördís Hjartardóttir
Ræðumaður kvöldsins: Halldór Jónsson

Glæsilegur matseðill að venju

Guðrún Gunnarsdóttir, söngkonan frábæra syngur nokkur vel valin lög.

Birgir Olgeirsson – Bolvíkingur og Ísfirðingur, mun stjórna fjöldasöng

Happdrætti að hætti hússins – glæsilegir vinningar

Dansiball með hljómsveitinni „Húsið á sléttunni“ sem í eru Birgir & Valdimar Olgeirssynir, Halldór Smárason og Kristinn Gauti Einarsson.

Miðasala hefst laugardaginn 12. janúar hér á síðunni og eru miða og borðapantanir  eingöngu í netsölu, þó bjóðum við þeim sem eru ekki nettengdir að hringja inn og kaupa miða í síma 771 5600 ( Rúnar ). Verð í ár er það sama og í fyrra eða 9.900 kr. ( miðar seldir í netsölu okkar ) / 3000 kr. á dansleikinn eingöngu ( borgað við innganginn að venju ) – dansleikurinn hefst klukkan 22:00.

Grand Hótel býður gistingu í tengslum við Sólarkaffið. Tveggja manna herbergi á 24.900 / eins manns herbergi á 21.900 – innifalinn morgunverður.

Air Iceland Connect býður gestum Sólarkaffisins að venju sérkjör á flugi frá Ísafirði.

Afsláttarkóðinn er SOLARKAFFI19.

Smellið hér til að fara á pöntunarsíðu og bóka flug á sérkjörum.

 

 

Pin It on Pinterest