Úthlutunarreglur og verð
Yfir sumartímabilið er aðeins hægt að leigja húsið í viku í senn. Yfir vetrartímabil er að lágmarki hægt að bóka 3 daga og að hámarki 7 daga í senn. Helgarnar eru leigðar í heilu lagi, frá föstudegi og fram á sunnudag.
Umsóknum skal skilað rafrænt á heimasíðu Ísfirðingafélagsins, www.isfirdingafelagid.is, með tölvupósti á netfangið soltun@isfirdingafelagid.is eða skriflega í hefðbundnum pósti. Í umsókn skal koma fram nafn og kennitala umsækjanda, símanúmer og sá dvalartími sem sótt er um. Dvalarvikan er frá föstudegi kl. 17.00 til föstudags kl. 12.00.
Leigugjald greiðist inn á reikning félagsins 525-26-4704, kt. 530189-1129. Nánari upplýsingar, húsreglur og leiðbeiningar er að finna á vef félagsins.
Leigugjald fyrir viku er 54.000 kr.
ATH: Óheimilt er að vera með gæludýr.