Útleiga á Sóltúni

soltun_utleiga

Hús Ísfirðingafélagsins til leigu. Umsóknir sendist á netfangið soltun@isfirdingafelagid.is

Ísfirðingafélagið keypti húsið Sóltún árið 1991.  Það er staðsett á Hlíðarvegi 2, Ísafirði og er til útleigu fyrir meðlimi Ísfirðingafélagsins.

Stjórn Ísfirðingafélagsins væntir þess að brottfluttir Ísfirðingar muni notfæra sér þessa góðu aðstöðu til orlofsdvalar og til að heimsækja gamlar slóðir.

Umsókn um dvöl sendist á netfangið soltun@isfirdingafelagid.is

Umsjón með úthlutun Sóltúna hefur: Sigurða Sigurðardóttir.

Úthlutunarreglur og verð

Rétt til dvalar í Sóltúnum eiga allir félagsmenn Ísfirðingafélagsins, sem greitt hafa árgjald til félagsins. Ekki er sérstakt úthlutunartímabil þ.a.l. er hægt að sækja um dvöl í Sóltúni allt árið um kring og gildir sú regla að fyrstur kemur fyrstur fær. Við pöntun á Sóltúni þarf að greiða kr. 10.000,- í staðfestingargjald sem er óafturkræft. Rest af leigugjaldi þarf að hafa borist félaginu eigi síðar en einum mánuði fyrir dvöl í húsinu.

Vikuleiga er kr. 56.000,-
Helgarleiga er kr. 36.000,-
20% álag er lagt ofan á leigugjaldið á eftirfarandi tímum: Páskahelgin, Fossavatnsgöngu-helgin, Hvitasunnuhelgin, Verslunarmannahelgin og um Jól og áramót.

Yfir sumartímabilið er aðeins hægt að leigja húsið í viku í senn. Yfir vetrartímabil er að lágmarki hægt að bóka 3 daga og að hámarki 7 daga í senn. Helgarnar eru leigðar í heilu lagi, frá föstudegi og fram á sunnudag.

Umsóknum skal skilað rafrænt á heimasíðu Ísfirðingafélagsins, www.isfirdingar.is með tölvupósti á netfangið soltun@isfirdingafelagid.is Í umsókn skal koma fram nafn og kennitala umsækjanda, símanúmer og sá dvalartími sem sótt er um. Dvalarvikan er frá föstudegi kl. 17.00 til föstudags kl. 12.00.

Leigugjald greiðist inn á reikning félagsins 525-26-4704, kt. 530189-1129. Nánari upplýsingar, húsreglur og leiðbeiningar er að finna á vef félagsi

Aðstaða og útbúnaður í Sóltúnum

Sóltún eru leigð út með öllum nauðsynlegum búnaði, húsgögnum, útvarpi og sjónvarpi, myndbandstæki, uppþvottavél, örbylgjuofni og síma.

Pin It on Pinterest