Útleiga á Sóltúni

soltun_utleiga

Hús Ísfirðingafélagsins til leigu. Umsóknir sendist á netfangið soltun@gmail.com

Ísfirðingafélagið keypti húsið Sóltún árið 1991.  Það er staðsett á Hlíðarvegi 2, Ísafirði og er til útleigu fyrir meðlimi Ísfirðingafélagsins.

Stjórn Ísfirðingafélagsins væntir þess að brottfluttir Ísfirðingar muni notfæra sér þessa góðu aðstöðu til orlofsdvalar og til að heimsækja gamlar slóðir.

Umsókn um dvöl sendist á netfangið soltun@gmail.com

Umsjón með úthlutun Sóltúna hefur:

Sigurða Sigurðardóttir.

 

Úthlutunarreglur og verð

soltun_2Rétt til dvalar í Sóltúnum eiga allir félagsmenn Ísfirðingafélagsins, sem greitt hafa árgjald til félagsins. Úthlutað er sérstaklega fyrir sumar, þ.e. tímabilið frá miðjum maí og til loka september. Húsnefnd Sóltúna, skipuð þremur stjórnarmönnum Ísfirðingafélagsins, annast úthlutanir í samráði við stjórn þess.

Yfir sumartímabilið er aðeins hægt að leigja húsið í viku í senn. Yfir vetrartímabil er að lágmarki hægt að bóka 3 daga og að hámarki 7 daga í senn. Helgarnar eru leigðar í heilu lagi, frá föstudegi og fram á sunnudag.

Umsóknum skal skilað rafrænt á heimasíðu Ísfirðingafélagsins, www.isfirdingafelagid.is, með tölvupósti á netfangið soltun@isfirdingafelagid.is eða skriflega í hefðbundnum pósti. Í umsókn skal koma fram nafn og kennitala umsækjanda, símanúmer og sá dvalartími sem sótt er um. Dvalarvikan er frá föstudegi kl. 17.00 til föstudags kl. 12.00.

Leigugjald greiðist inn á reikning félagsins 525-26-4704, kt. 530189-1129. Nánari upplýsingar, húsreglur og leiðbeiningar er að finna á vef félagsins.

Leigugjald fyrir viku er 54.000 kr.

ATH: Óheimilt er að vera með gæludýr.

Aðstaða og útbúnaður í Sóltúnum

Sóltún eru leigð út með öllum nauðsynlegum búnaði, húsgögnum, útvarpi og sjónvarpi, myndbandstæki, uppþvottavél, örbylgjuofni og síma.

Pin It on Pinterest