isf_fotbolti_kvenna

Fótboltaskemmtun í húsnæði Würth á Íslandi, Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík frá klukkan 14 – 16 þann 22 október n.k. – allir að mæta!

Ísfirðingafélagið og Púkarnir halda áfram með fótboltaveisluna í framhaldi af frábæru gengi íslenska landliðsins í fótbolta. Í sumar réðust forsprakkar Púkamótsins í að gefa út bókina „Knattspyrnusaga Ísafjarðar“ sem greinir frá upphafsárum knattspyrnunnar á Ísafirði og aðstæðum sem þá voru og fylgir sögu hennar allt til okkar daga. Á meðal áhugaverðra atriða í bókinni er umfjöllun um fyrsta kvennaknattspyrnufélagið á Íslandi sem var stofnað á Ísafirði fyrir rúmri öld.
Halli Leifs formaður ritnefndar og einn helsti markaskorari Ísfirðinga fyrr og síðar segir frá undirbúningi að gerð bókarinnar og hvernig er að spila fótbolta í efstu deild Íslandsmótsins og Siggi Péturs höfundur bókarinnar les valda kafla og sýnir myndir úr bókinni.
Aðgangseyrir kr. 1.000.- innifaldar léttar veitingar. Bókin verður til sölu á góðu verði.
Allir velkomnir, félagsmenn, vinir og aðrir fótboltaunnendur.

Pin It on Pinterest